Hundahlaup

Hundahlaup eða Canicross er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK 2022. Um er að ræða frábæran viðburð þar sem allskonar hundar og fólk taka sprettinn saman.
Hlaupið er unnið í góðu samstarfi við Non-stop Dogwear. 

 

Sjá viðburðinn hér á facebook. 

 

HVAR: Seltjarnarnesi. 

DAGSETNING: Fimmtudagur 25. ágúst 2022.

HVENÆR: Klukkan 18:00 - 20:00.

HLAUPALEIÐ: Upphafsstaður og mark er við túnið fyrir ofan smábátahöfnina.
Sjá mynd af leiðinni hér.

5 km tímataka: Leiðin liggur út á Bakkagranda. Þaðan norður á Norðurstönd og að Sefgörðum. Þar er snúið við og aftur farið út að Norðurstönd og komið til baka hjá Bygggörðum. Að lokum er farið yfir túnið sem leið liggur aftur þar sem hlaupið hófst.  

2 km skemmtiganga: Leiðin liggur út á Bakkagranda og til baka.
 

UMSJÓN: Grótta og UMSK í samstarfi við áhugafólk um Canicross. 

FYRIR HVERJA ER VIÐBURÐURINN?

Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja hreyfa sig með hundinn sinn. 

 

HVERNIG FER ÞETTA FRAM? 

Í boði eru tvær hlaupaleiðir. Annars vegar 5km tímataka með tímatökubúnaði og hins vegar 2km leið fyrir þá sem vilja fara rólega með hundinn í göngutúr. 

Á keppnissvæðinu verða tjaldbúðir með veitingum og vörusölu. Þátttakendur hljóta 20% afslátt af vörum. 

Hlaupið verður um leið hittingur hundaáhuga fólks sem vilja sýna sig og sjá aðra og taka þátt í einstökum viðburði. 

Allir sem skrá sig hljóta glæsileg þátttökuverðlaun frá NON-STOP DOGWEAR. Að auki verða veitt vegleg verðlaun að heildarandvirði 200.000kr. fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki.  

 

HVAÐ KOSTAR AÐ TAKA ÞÁTT?

Þátttökugjald er 2.500kr.