Íþróttaveisla

Íþróttaveisla UMFÍ fer fram 25. - 27. júní 2021 í Kópavogi.

Eitthvað fyrir alla

Allir 18 ára og eldri geta skráð sig til þátttöku. Að auki verður margt í boði fyrir gesti yngri en 18 ára. Íþróttaveislan er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Nýtt og spennandi

Fyrirkomulag viðburðarins er nýtt. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að kynnast nýjum íþróttagreinum, fá kennslu í þeim og taka fyrstu skrefin í nýrri hreyfingu. Þú setur saman þína eigin veislu!